Að forðast magasár
Grunneðli hrossa er að hafa frálst aðgengi að fóðri þegar hann er frjálst í náttúrunni. Hesturinn er byggður til að borða í 16-18 klukkustundir á dag en ætti að standa án fóðurs í 4-6 klukkustundir til þess að hvíla magann.
Grunnfæða hrossa er hey ásamt vítamín, steinefna og salts. Þegar hrossið tyggur hey myndar það munnvatn sem verður til þess að lækka sýrustigið í maganum, við það minnkar líkur á magasári. Gott ráð er að gefa hestinum heygjöfina í slow feed heynet 3 sinnum á dag ef tök er á til þess að lengja meltingar og tyggingartíma hestsins. Hrossið er lengur að borða úr slíku neti og hefur því aðgengi að hey yfir lengri tíma dagsins.
Þar sem hestar framleiða magasýrur stanslaust er ekki gott ef hesturinn fær ekki nógu oft fóður yfir daginn því þá  framleiðir hann ekki nægilega mikið munnvatn til að framleiða hlutlausa sýru í maga, við það verður erting í magaslímhimnu og hún getur orðið rauð. Þannig geta sár komið fram í mismiklu mæli. Í versta falli getur sárið byrjað að blæða og orðið að örvefsmyndun. Mikið magn af korni (sterkju) eykur sýrustigið í maganum og gerir hann viðkvæman fyrir sýru bruna.
Það er því mikilvægt að hægfóðra hestinn af trefjarríkri fæðu og gróffóðri (hey), þar sem  það lengir tyggingartímann og þar af leiðandi eykur munnvatnsframleiðslu.