Viðskiptaskilmálar

VEFVERSLUN HEYNET.IS

Skilmálar HeyNet
Vefverslun HeyNet.is er rekin af Elvu Dís Adolfsdóttur, kt. 300966-3149, VSK númer: 88378. Öll ákvæði neðangreindra skilmála ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komið upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

Greiðslumöguleikar
1) Greiða má fyrir vörur sem keyptar eru á vefnum okkar með greiðslukorti (MasterCard/Visa) í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.
2) Netgiro í gegnum örugga greiðslusíðu Netgiro.
3) Pei í gegnum örugga greiðslusíðu Pei.
4) Með millifærslu í gegnum heimabanka (reikningsnúmer: 515 – 26 – 4980, kt: 300966-3149). Hafi Heynet.is ekki móttekið greiðslu innan þriggja daga falla kaupin sjálfkrafa niður.
5) Staðgreiða vöru við kaup.
6) Inneign: Ef kaupandi á inneign hjá Heynet.is getur hann greitt pöntun að hluta eða öllu leyti með inneign sinni.

Afgreiðsla pantana
Pantanir eru afgreiddar um leið og greiðsla hefur borist eða næsta virka dag eftir pöntun. Sé pantað fyrir 20.000 kr. eða meira er varan afhent samdægurs á höfuðborgarsvæðinu.
Sé varan ekki til á lager verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd ef þess er óskað. Pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Kostnaður við hverja sendingu er tilgreindur við pöntun. HeyNet ber enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.

Skilafrestur og endurgreiðsla
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup á vefverslun að því tilskildu að varan sé ónotuð, henni skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ekki er hægt að skila vöru ef búið er að rjúfa innsigli á pakkningu. Skila verður inn kvittun fyrir vörukaupum þegar vöru er skilað og endurgreiðir HeyNet vörukaup ef ofangreind skilyrði hafa verið uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband með tölvupósti á netfangið heynet@heynet.is.
Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skipt/skilað. Ef einhverjar spurningar vakna þessu tengdar, hafi þá vinsamlegast samband á framangreint netfang.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Öll verð í vefversluninni eru með virðisauka og allir reikningar eru gefnir út með virðisauka.

Athugið að verð, myndir og vörulýsingar á netinu eru birtar með fyrirvara um villur. Áskilur HeyNet sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. Ef lítið er til af vörunni þegar hún er pöntuð er ekki hægt að tryggja að hún sé til þegar gengið er frá netpöntun. Eins geta verið fjöldatakmarkanir vegna sérstakra tilboða sem eru í gangi í stuttan tíma. Nánari upplýsingar um birgðastöðu og annað er hægt að fá með því að senda tölvupóst á heynet@heynet.is

Trúnaður
HeyNet heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Þegar vara er pöntuð í vefverslun HeyNet eru upplýsingar um greiðslukort aðeins vistaðar rétt á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu.

Borgun geymir kortaupplýsingarnar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Um leið og pöntunin er staðfest og viðskiptavinur fær staðfestingu í hendurnar verður öllum upplýsingum um greiðslukortið eytt samstundis úr kerfinu. Kortaupplýsingarnar eru því alltaf öruggar á meðan öllu ferlinu stendur.