Skilmálar
um persónuvernd

VEFVERSLUN HEYNET.IS

Persónuverndarlöggjöf
Þann 15. júlí 2018 tók við ný persónuverndarlöggjöf gildi á Íslandi í samræmi við nýja reglugerð Evrópusambandsins (GDPR). Í samræmi við reglugerðina höfum við uppfært persónuverndarstefnu okkar.

Allar upplýsingar sem auðkenna þig eða væri hægt að nota í þeim tilgangi teljast til persónuupplýsinga. Dæmi um slíkt er nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar þínar eða kaupsaga þín.

Persónuupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar af HeyNet / Elvu Dís Adolfsdóttur, kt. 300966-3149. Þegar HeyNet vinnur persónuupplýsingar þínar samkvæmt þessari persónuverndarstefnu telst HeyNet vera „ábyrgðaraðili“ persónuupplýsinga þinna samkvæmt lögum Evrópusambandsins og íslenskum lögum um persónuvernd.

HeyNet notar persónuupplýsingar um þig í eftirfarandi tilgangi:

Þjónusta
HeyNet selur ýmsar vörur sem tengjast búfé.
Við söfnum persónuupplýsingum um þig hvenær sem þú nýtir þér þjónustu okkar, vefsíðu eða hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst, samfélagsmiðla eða þjónustuaðila. Það sama gildir þegar þjónustan er veitt af þriðja aðila eða aðilum sem koma fram fyrir hönd HeyNet.

Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú vilt ekki veita okkur persónuleg gögn sem eru nauðsynleg til þess að efna samning eða þegar vinnslu er krafist af okkur samkvæmt lögum getum við mögulega ekki veitt þér þá þjónustu sem óskað er eftir, að öllu leyti eða að hluta.

Til þess að veita þér þjónustu okkar eða annarra ábyrgðaraðila sem veita hluta af þjónustunni sem þú hefur óskað eftir, verðum við að vinna með eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga:

  • Nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang, símanúmer, tengiliðaupplýsingar, kennitölu, reiknings- og greiðsluupplýsingar þínar.
  • Upplýsingar um viðbótarþjónustu og aðrar viðeigandi upplýsingar.
  • Upplýsingar um samskipti og skráningar á netinu, t.d. í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram og fréttabréf HeyNet.is.

Tölvupóstur og SMS
HeyNet sendir viðskiptavinum sínum tölvupóst eða sms skilaboð sem innihalda upplýsingar um stöðu pantana og heimsendinga.

Vafrakökur og áþekk tækni
HeyNet notar vafrakökur  (e. cookies) til að veita þér betri þjónustu. Vafrakökur eru smáar textaskrár sem eru geymdar á tölvunni þinni eða á netþjóni.

HeyNet notar þessa tækni að mestu til að:

  • Geyma IP-tölu notanda. Upplýsingar frá vafrakökum auðkenna notandann og ef hann hefur t.d. keypt vörur eða þjónustu, þá gefa þær kerfinu aðgang að upplýsingum sem við geymum. Þannig getum við lagað notendastillingar að þér og auðveldað þér að nota þjónustu okkar.
  • Rannsaka og greina á milli reglulegra og nýrra notenda þannig að við getum reiknað út fjölda notenda og uppfært þá tölu.
  • Kynna okkur hvenær notandi sér ákveðinn hluta af vefnum til að koma í veg fyrir að svæðið birtist honum ítrekað.

Í sumum tilfellum söfnum við upplýsingum á vefnum okkar í gegnum tímabundnar vafrakökur. Þessar vafrakökur hverfa þegar þú lokar vafranum. Þær geymast ekki á harða disknum heldur aðeins á tímabundnu minni sem eyðist þegar þú lokar vafranum.

Við notum tímabundnar vafrakökur til dæmis til að komast að því hvernig vefurinn okkar er notaður þannig að við getum bætt hönnun hans og notagildi. Tímabundnar vafrakökur eru ekki tengdar auðkennanlegum persónuupplýsingum. Þú getur alltaf sett vafrakökum takmörk með valkostum í vafranum.

Tölvupóstar til okkar
Netfangið heynet@heynet.is heimilar þér að vera í beinu sambandi við okkur með hvaða spurningar sem upp kunna að koma. Við lesum öll skilaboð og gerum okkar besta til að svara þeim hratt og örugglega.

Upplýsingarnar sem þú sendir okkur eru nýttar til að bregðast hratt og örugglega við spurningum og athugasemdum.