Gjafagrindur fyrir hross er alveg fullkomin leið til að nýting á heyi sé í hámarki. Það varnar því að dýrin róti undir sig eða að það fjúki í burt, minnkar heyslæðing og sóun við gjafir.
Auðvelt er að færa/rúlla hringnum á nýjan fóðurstað svo ekki verði mengun af fyrri gjafastað. Mikilvægt til að halda hreinlæti til að sporna við smitleiðum.
Hringurinn er haglega smíðaður með það í huga að ekki hljóti slys af.
Dýrin éta í sinni náttúrulegu átstöðu sem spornar við stífum vöðvum og liðum.
AUKIN HEYNÝTING: Til að fá enn betri nýtingu mælum við með að setja net yfir heygjöf í grindinni.
220cm í þvermál
Framleiðandi: Vélsmiðja Ingvars Guðna ehf.

