Hringtaumsbúnaður

kr.18,600 með VSK

15 in stock

Hringtaumsbúnaðurinn er hannaður til að fá hestinn til að vinna rétt í hringtaumsvinnu.

Teygjurnar tvær hvetja hestinn til að nota afturfæturnar og virkja kjarnastyrk hestsins.

Stillanlegur hliðartaumurinn hjálpar hestinum að fella hálsinn og koma fram og niður.

Hringtaumsbúnaðurinn samanstendur af:
– Bómullardýnu
– Tvær breiðar teygjur (145 cm og 187 cm)

– Stillanlegir hliðartaumar

Hringtaumsgjörðin, höfuðleðrið, nasamúllinn og mélið á myndunum fylgja ekki búnaðinum.

15 in stock

SKU: hringtaumsbun0128 Category:

Description

Hringtaumsbúnaður virkar svipað og Pessoa eða til að fá hestinn til að taka afturpart meira undir sig, fram og niður en búnaðurinn hefur það umfram að það er teygja undir maga sem fær þá líka til að virkja magavöðva með og snilldin við þetta er að þú getur líka riðið með þennan búnað á til að fá ennþá meira út úr æfingunni. Snilldarbúnaður að okkar mati

Ólíkt Pessoa er þessi búnaður tengdur sér við mélin frá dýnunni en ekki afturfótum og er því stöðugur á hestinum og heggur síður í munn hestsins.

Fjölbreyttara notagildi þar sem það er líka hægt að æfa á baki með þennan búnað með eða án magateygju og tengingu í mélin.

Þjálfarar hjá Trippadal – Horsebreading farm
“Við höfum notað báða búnaði af mismunandi ástæðum.

Auðvelt er að nota hringtaumsbúnaðinn í upphitun til að hvetja hestinn til að ýta aftan frá og nota kviðvöðva, hægt að æfa með eða án tengingu í munn eða magabandi. Þú getur lónserað eða riðið með þetta á. Teygjurnar örva húð og vöðva til að safna undirliggjandi vöðvum kjarnajafnvægisins. Með þessu fæst betri kjarnastyrkur, Jafn stígandi á afturlimum, Tenging afturhluta, bættur aftari grindarsnúningur, heildarframmistaða og samspil hests og knapa.

Hvernig er þessu náð?
Stöðugleiki kjarna tengist getu tiltekinna bolsvöðva í baki og kvið til að aðstoða við að viðhalda góðri líkamsstöðu og jafnvægi við stöðu og hreyfingu. Góður kjarnastöðugleiki í hestinum er sérstaklega mikilvægur. Sterkir kjarnavöðvar geta dregið úr óþarfa álagi á hrygg og geta aðstoðað hestinn við að takast á við þyngd hnakksins og knapa á bakinu í mismunandi krefjandi íþróttagreinum í hestaíþróttum, með það að markmiði að draga úr harðsperrum eða bakverkjum.

Pessoa höfum við notað til að hjálpa hesti að teygja sig yfir bakið og er hægt að nota til að vinna á mismunandi formum eftir stigi hestsins sem og hvernig þú tengir hann við búnaðinn. Það er aðeins flóknara að setja upp.  Pessoa notast við lónseringu or eru því ekki eins fjölbreittir möguleikar og við hringtaumsbúnað.”

Sjá myndband:
Hvernir það virkar í reiðHvernig á að stilla búnað

Title

Go to Top